Um okkur


batabunadur.is
Ríflega 40 ára reynsla
Bátabúnaður.is er vefverslun sem býður upp á breitt vöruúrval fyrir bátaeigendur. Verslunin er í eigu Trefja ehf. sem hóf eigin bátaframleiðslu árið 1982. Allar götur síðan höfum við í Trefjum þjónustað bátaeigendur á ýmsan hátt, séð þeim fyrir varahlutum, annast viðhald og viðgerðir og útvegað bátalyftu svo eitthvað sé nefnt.
Við höfum á að skipa starfsfólki sem hefur áralanga reynslu af bátasmíði. Bátavörurnar eru valdar af sérfræðingum okkar og hafa reynst vel í okkar eigin framleiðslu.
Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn ef þú finnur ekki vöruna sem þú leitar að.